Í ljósi fjölgunar COVID-19 smita í samfélaginu breytast heimsóknarreglur á HSU frá og með 12. nóvember 2021.

Breytingarnar fela í sér takmörkun á komum gesta og eru heimsóknir til sjúklinga á HSU ekki heimilar nema með sérstöku leyfi forsvarsmanna viðkomandi deildar.

Heimsóknir á hjúkrunardeildir eru heimilaðar í samráði við starfsfólk deildar. Grímuskylda er í gildi hjá heimsóknargestum á meðan heimsókn varir. Grímuskylda er á HSU.  Allir 6 ára og eldri bera maska í viðtali, rannsóknum og öðrum erindagjörðum inni á stofnanir HSU. ATH að buff er ekki tekið gilt.

PCR sýnataka verður á HSU á sunnudagsmorgun kl.10 fyrir utan sjúkrahúsið.
Þessi sýnataka er einungis fyrir þá sem eru með einkenni, eða eru að klára sóttkví.