Tveir ung­ir öku­menn voru und­ir miðnætti tekn­ir fyr­ir of hraðan akst­ur á Ham­ars­vegi. Báðir óku þeir á 95 km hraða á klukku­stund þar sem há­marks­hraðinn er 50 km/​klst. Þeir eiga von á 80 þúsund króna sekt hvor fyr­ir hraðakst­ur­inn, að sögn varðstjóra en mbl.is greindi frá.

Varðstjóri seg­ir í samtali við mbl.is, mikið hafa verið um hraðakst­ur síðastliðinn mánuð á meðal ungra pilta í bæn­um sem eru ný­komn­ir með bíl­próf. Átak hef­ur verið gert hjá lög­regl­unni til að stemma stigu við þess­ari stöðu.

Hraðakst­ur­inn hef­ur verið víða um bæ­inn, á hvaða tíma sól­ar­hrings­ins sem er, seg­ir varðstjór­inn.