Skipurit Vestmannaeyjahafnar var til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarráðs í vikunni sem leið. Hafnarstjóri greindi frá ráðningu Ægis Arnar Ármannssonar í stöðu skipstjóra á Lóðsinum en Ægir hefur verið afleysingaskipstjóri hjá höfninni undanfarin 11 ár. Vegna aldurs lét Sveinn Rúnar Valgeirsson af störfum sem skipstjóri Lóðsins um síðustu mánaðarmót. Í haust var gengið frá ráðningu Þorbjörns Víglundssonar í starf hafnsögumanns. Einnig fór hafnarstjóri yfir breytingar á vinnutilhögum hjá hafnarvörðum vegna ákvæðis vinnutímastyttingar.