Það hefur fjölgað einstaklingum í einangrun í Vestmannaeyjum síðustu daga. Í dag eru 16 einstaklingar skráðir í einangrun að sögn Davíðs Egilssonar, yfirlæknis á Heilsugæslu HSU í Vestmannaeyjum. “Þetta er enn tiltölulega afmarkað, þ.e. að vitað er um uppruna flestra smitanna og hvernig þau tengjast. Að sjálfsögðu hefur maður áhyggju þegar tölurnar fara uppávið og líkurnar aukast á að veiran fari af stað í samfélaginu en við finnum að fólk tekur tilmælum sóttvarnarlæknis vel og vonandi duga þær aðgerðir sem eru í gangi til að draga úr fjölgun smita.”