Sundlaug Vestmannaeyja verður lokuð frá fimmtudeginum 18. til sunnudagsins 21. nóvember. Þá standa yfir viðgerðir vegna skemmda sem unnar voru á botni laugarinnar s.l. sunnudag. Tæma þarf laugina að sögn Grétars Þórs Eyþórssonar forstöðumanns íþróttamiðstöðvarinnar og lagfæra lista á botni laugarinnar. Grétar sagði í samtali við Eyjafréttir að ungir drengir hafi gert það að leik sínum að rífa upp þennan lista með þessum afleiðingum.