Kvennalið ÍBV í handbolta mætir gríska liðinu AEP Panorama í 32-liða úrslitum Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik í Vestmannaeyjum um helgina. Fyrri leikurinn er í dag föstudag kl.18:30 en sá síðari á laugardag kl.13:00.

HRAÐPRÓFSSKYLDA FYRIR ALLA ÁHORFENDUR fædda 2015 eða fyrr! Heimapróf gilda ekki.
Sýna þarf fram á neikvætt hraðpróf en bóka þarf sýnatöku á www.heilsuvera.is. HSU í Vestmannaeyjum hefur samþykkt í þetta eina skipti að færa hraðprófin fyrir þá sem ætla sér á leiki helgarinnar til klukkan 14:00 á morgun, föstudag. (Venjulega kl.13:00)
Bóka þarf próf inni á www.heilsuvera.is og með þessu eina prófi er þá hægt að tryggja sér aðgang að Evrópuleikjum stelpnanna föstudag og laugardag ásamt leik meistaraflokks karla gegn Selfossi á sunnudag kl.14:00.
Miðsala fer á miðasöluappinu Stubbur. ATH, Krókódílakort gilda ekki á Evrópuleiki. Hámark 500 áhorfendur á leik.
Miðinn kostar 2.000 kr.- á leik fyrir fullorðna en 500 kr.- fyrir 6-16 ára. Hægt er kaupa helgarpassa (2 leikir) á 3.000 kr.- og er þann passa að finna undir föstudagsleiknum á Stubbi.

Rætt var við Vilmar Þór Bjarnason framkvæmdastjóra handknattleiksdeildar ÍBV um kostnaðinn við þátttöku í keppni sem þessari í nýjasta tölublaði Eyjafrétta.