Jonathan Glenn hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks ÍBV kvenna. Glenn þekkir eyjarnar vel og hefur komið vel inn í þjálfun hjá yngri flokkum ÍBV.

Jonathan Glenn kom fyrst til Eyja 2014. Það tímabil skoraði hann 12 mörk í efstu deild. Eftir að hafa söðlað um kom Glenn aftur til ÍBV 2019 og lagði svo skóna á hilluna ári síðar.

“Við hlökkum til að sjá Glenn stíga þetta verðskuldaða skref á sínum þjálfaraferli og óskum honum til hamingju. Áfram ÍBV, alltaf, alls staðar,” segir í tilkynningu frá ÍBV.