Lokað er á leikskólanum Kirkjugerði í dag þar sem smit kom upp hjá starfsmanni. Samkvæmt heimildurm Eyjafrétta eru öll börnin á tveimur yngstu deildunum leikskólans í sóttkví en önnur börn í úrvinnslusóttkví.

Ekki liggur fyrir hvenær hægt er að opna leikskólan á ný. Foreldrum barst tilkynning í morgun þess efnis að beðið væri niðurstöðu úr tveimur PCR prófum sem tekin voru í gær og réðist framhaldið af niðurstöðu þeirra.

Uppfært 14:05

Vestmannaeyjabær – framkvstjóri umhv.-og frkv.sviðs

Vestmannaeyjabær birti frétt á heimsíðu sinni nú eftir hádegi þar sem fram kemur að sýnataka út úr sóttkví verður á sunnudag og stefnt á að niðurstöður berist samdægurs. Vonast er til að hægt verði að opna allar deildir leikskólans á mánudagsmorgun. Tvær deildir leikskólans verða, að öllu óbreyttu, opnar á mánudag óháð niðurstöðum úr sýnatökunni þar sem nemendur og kennarar þeirra lentu ekki í sóttkví.