Aðventusíld ÍBV er eitthvað sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Herlegheitin fara fram á Háaloftinu (Höllinni) föstudaginn 3. desember og er ráðgert að búa til fleiri en eitt sóttvarnarhólf ef þarf. Boðið verður upp á ýmsar gerðir af síldarsalötum en salatgerðamaður kvöldsins verður, rétt eins og síðast, Daníel Geir Moritz. Hvaða salat verður vinsælast í ár? Einnig verður boðið upp á hina sígildu frá Ísfélaginu.

Verð aðeins 3.900 kr. og fylgir drykkur með. Einnig verða seldir drykkir á staðnum að öllum stærðum og gerðum eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá ÍBV. Nánari upplýsingar má finna hér https://www.facebook.com/events/572227010507616