Gjaldskrá Vestmannaeyjahafnar fyrir árið 2022 var til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarráðs í vikunni sem leið. Lögð voru fram drög að gjaldskrá Vestmannaeyjahafnar fyrir 2022. Almennt er um að ræða 2,5% hækkun frá síðastu gjaldskrá. Ráðið samþykkti fyrirliggjandi drög og fól hafnarstjóra að leggja fram gjaldskrá fyrir 2022 á næsta fundi.