Afmælisrit Ísfélagsins aðgengilegt á netinu

Ritnefnd 120 ára afmælisrits Ísfélagsins. Guðmundur Jóhann Árnason, Sæþór Vídó Þorbjarnarson og Örvar Guðni Arnarson.

Í tilefni 120 áraafmælis Ísfélags Vestmannaeyja var gefið út veglegt rit sem er nú í dreifingu bæði hér í Eyjum og á Þórshöfn. Ritið er 140 síður og fjallar um sögu félagsins í myndum aðallega. Þemað var fólkið í fyrirtækinu. Ritið er í senn fróðleg og áhugaverð heimild, enda er saga þess samofin sögu Vestmannaeyja og sjávarútvegs í landinu frá byrjun 20. aldar. Í ritinu eru yfir 750 myndir og mjög margar þeirra hafa aldrei verið birtar annars staðar. Ritnefnd skipa þeir Guðmundur Jóhann Árnason, Sæþór Vídó Þorbjarnarson og Örvar Guðni Arnarson.

Ritið er nú aðgengilegt á heimasíðu Ísfélagsins

 

Fjölbraut við Ármúla
Jóla Fylkir 2021

 

Mest lesið