Olga og Viktorija verða áfram í Eyjum

Olga í leik með ÍBV

Knattspyrnuleikmennirnir Olga Sevcova og Viktorija Zaicikova hafa framlengt samninga sína við ÍBV og munu leika með liðinu í efstu deild kvenna í sumar. Fréttirnar eru mikið gleðiefni fyrir félagið en leikmennirnir sem eru báðir frá Lettlandi hafa leikið vel með félaginu.

Olga mun því spila sitt þriðja tímabil með liðinu en hún skoraði sex mörk í 16 leikjum í Pepsi Max deildinni í ár. Hún var valin besti leikmaður liðsins á lokahófi félagsins.

Viktorija lék sitt fyrsta tímabil með ÍBV í ár og var markahæsti leikmaður liðsins með átta mörk í deild og bikar. Hún skoraði tvö mörk í frábærum sigri liðsins á Breiðabliki í upphafi móts og þrennu gegn Fylki í síðasta leik tímabilsins.

Fjölbraut við Ármúla
Jóla Fylkir 2021

Mest lesið