Ísfélag Vestmannaeyja átti 120 ára afmæli þann 1. desember síðastliðinn og er elsta starfandi hlutafélag á landinu. Af því tilefni ákvað félagið að styrkja einstakling og félagasamtök í Vestmannaeyjum. Styrkirnir renna til fjölda mismunandi félagasamtaka, sem öll eiga það þó sameiginlegt að starfa með óeigingjörnum hætti að björgunarmálum, líknarmálum og barna- unglingastarfi. Ásamt því ákvað Ísfélagið að styrkja fimm einstaklinga sem stunda mastersnám í tónlist.

Á afmælisdaginn sjálfan var haldið lítið kaffiboð í sal Akóges í Vestmannaeyjum þar sem stjórn félagsins tók á móti styrkhöfum ásamt því að heiðraðir voru þeir starfsmenn sem starfað hafa hjá fyrirtækinu í yfir aldarfjórðung eða meira. Upphaflega átti að bjóða öllum velunnurum félagsins, starfsmönnum og bæjarbúum í kaffiboðið, en vegna veirunnar var viðburðurinn smækkaður til að rúmast innan þeirra samkomutakmarkana sem í gildi eru. Guðný Harðardóttir, meistaranemi, spilaði tvö lög á flygil fyrir boðsgesti ásamt því að Kvennfélagið Líkn sá um kaffiveitingar.

Þeir aðilar sem styrktir voru eru eftirfarandi:

Björgunarfélag Vestmannaeyja (til tækjakaupa)
Einhugur, Félag einhverfra og aðstandenda þeirra í Vestmannaeyjum
Golfklúbbur Vestmannaeyja (til barna- og unglingastarfs)
Handknattleiksdeild ÍBV – karla og kvenna
Hollvinir Hraunbúða
Íþróttafélagið Ægir
KFS, Knattspyrnufélagið Framherjar-Smástund
Knattspyrnudeild ÍBV – karla og kvenna
Krabbavörn Vestmannaeyjum
Kraftur, Stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur
Kvenfélagið Líkn
Landakirkja (Hjálparstarf kirkjunnar)
Rauði Kross Íslands, Vestmannaeyjadeild
Sambýlið Vestmannabraut 58b
Skátafélagið Faxi
Skógarmenn KFUM
Slysavarnadeildin Eykyndill
Þroskahjálp Vestmannaeyjum

Styrkir fyrir mastersnema í tónlist
Guðmundur Davíðsson
Guðný Harðardóttir
Matthías Harðarson
Silja Elsabet Brynjarsdóttir
Vera Hjördís Matsdóttir

Starfsmenn heiðraðir:

45 ár
Guðrún Eygló Stefánsdóttir
Ólafur Guðmundsson

40 ár
Almar Harðar
Hildur Zoega Stefánsdóttir
Tómas Jóhannesson

35 ár
Sigurður A. Sigurbjörnsson
Svandís Geirsdóttir
Unnar Erlingsson

30 ár
Pétur Andersen

25 ár
Ármey Óskarsdóttir
Eyþór Harðarson
Friðrik F. Sigurðsson
Guðlaugur Friðþórsson
Guðsteinn Hlöðversson
Ingi Grétarsson
Sigurður Jóhann Atlason