Íbúafundur um umhverfis- og auðlindastefnu í beinni

Vestmannaeyjabær hefur undanfarið unnið að umhverfisgreiningu sem mun liggja til grundvallar fyrir gerð umhverfis- og auðlindastefnu bæjarins. Á íbúafundinum verða kynntar helstu niðurstöður umhverfisgreiningarinnar og farið yfir helstu viðfangsefni umhverfismála Vestmannaeyjabæjar. Markmið fundarins er einnig að fá fram hugmyndir frá íbúum varðandi aðgerðir fyrir umhverfisstefnu bæjarins. Þeir sem taka þátt í gegnum vefstreymi munu geta […]
Fiskvinnsla VE færir ungu íþróttafólki bókagjöf

Fiskvinnsla VE hefur ákveðið að gefa krökkum/unglingum fæddum 2003-2007 bæði í hand-og fótbolta hjá ÍBV bókina Næringin skapar meistarann eftir Elísu Viðarsdóttur. Bókin er fræðslubók fyrir íþróttafólk og foreldra/forráðamenn, einnig leynast uppskriftir í bókinni ásamt reynslusögum íþróttafólks. Elísa mun mæta til Eyja í dag miðvikudag og kynna bókina ásamt því að bjóða upp á áritun. […]
Óvíst með framhaldið hjá Bergey

Fimm úr áhöfn Bergeyjar VE hafa reynst smitaðir af Covid-19. Heimasíða Síldarvinnslunnar ræddi við Arnar Richardsson, rekstrarstjóra Bergs-Hugins, og spurði hvenær þetta hefði gerst. „Það voru áhafnarskipti í Neskaupstað á fimmtudaginn. Einn sem var að koma í land fór að finna fyrir einkennum á föstudag og var þá kominn til Reykjavíkur. Hann fór í hraðpróf […]
8. desember – Andrea Elín Atladóttir | Að lifa í trú

Starfsfólk Landakirkju mun í ár halda úti jóladagatali líkt og gert var fyrir jólin 2018 og 2019. Jóladagatal Landakirkju 2021 sem ber yfirskriftina Að lifa í trú. Birtur verður einn gluggi á Facebook-síðu Landakirkju og á Youtube-rás kirkjunnar hvern morgun alveg fram að jólum. (meira…)