Fiskvinnsla VE hefur ákveðið að gefa krökkum/unglingum fæddum 2003-2007 bæði í hand-og fótbolta hjá ÍBV bókina Næringin skapar meistarann eftir Elísu Viðarsdóttur. Bókin er fræðslubók fyrir íþróttafólk og foreldra/forráðamenn, einnig leynast uppskriftir í bókinni ásamt reynslusögum íþróttafólks.
Elísa mun mæta til Eyja í dag miðvikudag og kynna bókina ásamt því að bjóða upp á áritun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ÍBV þá eru árgangar 2003-2005 boðnir velkomnir í Týsheimilið á milli 16-17 og árgangar 2006 og 2007 milli 17-18.

Rætt er við Elísu í nýjasta tölublaði Eyjafrétta um bókina og mikilvægi góðrar næringar fyrir íþróttafólk.