Andra Rúnar Bjarnason til ÍBV

Andra Rúnar Bjarnason hefur skrifað undir þriggja ára samning við ÍBV og flytur hann til Eyja í janúar. Hann lék síðast á Íslandi 2017 og jafnaði þá markametið í efstu deild. Síðan þá hefur hann söðlað um erlendis en hann kemur til ÍBV frá Esbjerg. “Þessi öflugi Bolvíkingur mun sannarlega styrkja ÍBV í baráttunni í […]

Hraðpróf og grímuskylda á Jólatónleikum kórs Landakirkju

Kór Landakirkju heldur jólatónleika sína að kvöldi miðvikudagsins 15. desember og hefjast þeir kl. 20:00. Löng hefð er fyrir tónleikunum og í hugum margra skipa þeir stóran sess á aðventunni. Tónleikarnir fóru ekki fram í fyrra og því má segja að undirbúningur hafi staðið yfir á annað ár. Dagskráin verður að vanda sneisafull af hátíðlegum […]

Ótækt að keyra þurfi fiskimjölsverksmiðjur á olíu

Rafmagnsrof yfir loðnuvertíð var til umræðu á fundi bæjarráðs í vikunni sem leið. Á dögunum barst tilkynning frá Landsvirkjun þar sem tilkynnt er að skerða þurfi framboð á rafmagni til ákveðinna fyrirtækja í vetur. Þetta þýðir að fiskimjölsverksmiðjur um allt land þurfi að keyra á olíu á komandi loðnuvertið. Bæjarráð Vestmannaeyja sendi frá sér eftirfarandi […]

13. desember – Katrín Laufey Rúnarsdóttir | Að lifa í trú

Starfsfólk Landakirkju mun í ár halda úti jóladagatali líkt og gert var fyrir jólin 2018 og 2019. Jóladagatal Landakirkju 2021 sem ber yfirskriftina Að lifa í trú. Birtur verður einn gluggi á Facebook-síðu Landakirkju og á Youtube-rás kirkjunnar hvern morgun alveg fram að jólum. (meira…)

Vestmannaeyjabær kveður starfsfólk

Skapast hefur hefð fyrir því að kveðja starfsfólk sem látið hefur af störfum hjá Vestmannaeyjabæ vegna aldurs með sérstakri viðhöfn í árslok. Á fimmtudag bauð Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, starfsfólki sem látið hefur af störfum á árinu til samverustundar í Eldheimum. Þar færði Íris þeim lítinn þakklætisvott fyrir framlag þeirra til Vestmannaeyjabæjar á starfsævinni og minntist […]

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.