Andra Rúnar Bjarnason til ÍBV

Andra Rúnar Bjarnason hefur skrifað undir þriggja ára samning við ÍBV og flytur hann til Eyja í janúar. Hann lék síðast á Íslandi 2017 og jafnaði þá markametið í efstu deild. Síðan þá hefur hann söðlað um erlendis en hann kemur til ÍBV frá Esbjerg. “Þessi öflugi Bolvíkingur mun sannarlega styrkja ÍBV í baráttunni í […]
Hraðpróf og grímuskylda á Jólatónleikum kórs Landakirkju

Kór Landakirkju heldur jólatónleika sína að kvöldi miðvikudagsins 15. desember og hefjast þeir kl. 20:00. Löng hefð er fyrir tónleikunum og í hugum margra skipa þeir stóran sess á aðventunni. Tónleikarnir fóru ekki fram í fyrra og því má segja að undirbúningur hafi staðið yfir á annað ár. Dagskráin verður að vanda sneisafull af hátíðlegum […]
Ótækt að keyra þurfi fiskimjölsverksmiðjur á olíu

Rafmagnsrof yfir loðnuvertíð var til umræðu á fundi bæjarráðs í vikunni sem leið. Á dögunum barst tilkynning frá Landsvirkjun þar sem tilkynnt er að skerða þurfi framboð á rafmagni til ákveðinna fyrirtækja í vetur. Þetta þýðir að fiskimjölsverksmiðjur um allt land þurfi að keyra á olíu á komandi loðnuvertið. Bæjarráð Vestmannaeyja sendi frá sér eftirfarandi […]
13. desember – Katrín Laufey Rúnarsdóttir | Að lifa í trú

Starfsfólk Landakirkju mun í ár halda úti jóladagatali líkt og gert var fyrir jólin 2018 og 2019. Jóladagatal Landakirkju 2021 sem ber yfirskriftina Að lifa í trú. Birtur verður einn gluggi á Facebook-síðu Landakirkju og á Youtube-rás kirkjunnar hvern morgun alveg fram að jólum. (meira…)
Vestmannaeyjabær kveður starfsfólk

Skapast hefur hefð fyrir því að kveðja starfsfólk sem látið hefur af störfum hjá Vestmannaeyjabæ vegna aldurs með sérstakri viðhöfn í árslok. Á fimmtudag bauð Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, starfsfólki sem látið hefur af störfum á árinu til samverustundar í Eldheimum. Þar færði Íris þeim lítinn þakklætisvott fyrir framlag þeirra til Vestmannaeyjabæjar á starfsævinni og minntist […]