Í dag, föstudaginn 17/12 er búist við metfjölda í hraðpróf á Heilsugæslunni í Vestmannaeyjum, eða yfir 200 manns. Því er hætt við að það myndist langar biðraðir.  Samkvæmt skilaboðum sem fylgja strikamerki eiga allir að mæta klukkan 13:00, en við biðjum þá sem þurfa að koma í einkennasýnatökur (PCR) að koma stundvíslega klukkan 13, en þá sem koma í hraðpróf að koma milli klukkan  13:15-15:00 og koma frekar aftur ef röðin er mjög löng.  Unnið er að því að breyta upplýsingum í tölvukerfum þannig að einkennasýnatökur og hraðpróf séu ekki skráð á sama tíma.

Minnum alla á að hafa strikamerkin tilbúin.

Davíð Egilsson, yfirlæknir á heilsugæslu HSU Vestmannaeyjum lét það fylgja með að  staðan á faraldrinum í Eyjum sé nokkuð góð með 10 eða færri einstaklinga í einangrun undanfarnar vikur. Fylgjast má með stöðu faraldursins á Suðurlandi inn á heimasíðu HSU.