Flugeldasala Björgunarfélags Vestmannaeyja opnar á sínum stað í dag við Faxastíg 38 og verður opin alla daga til áramóta. Líkt og í fyrra verður einnig opin vefverslun með flugelda á slóðinni eyjar.flugeldar.is. Adólf Þórsson, sem haft hefur veg og vanda af flugeldasölunni hjá Björgunarfélaginu undanfarin ár sagði að töluvert væri um nýjar vörur á boðstólnum. „Við erum að bæta við í minni -og millistórum tertum. Annað sem er gaman að segja frá að það er ekki mikil hreyfing á verðinu milli ára hjá okkur sem er mjög ánægjulegt í ljósi þess hvað er að gerast víða annars staðar.“ Adólf hvetur fólk til að versla tímalega til að forðast biðraðir. Grímuskylda er á sölustað, og fólk beðið um að sinna persónulegum sóttvörnum.

Opnunartími:
28. des. 13 – 21
29. des. 12 – 22 Sölusýning kl 20:30 fyrir utan verslun
30. des. 10 – 22
31. des. 09 – 16