Veðurstofan hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir suðurland sem gildir frá 5 jan. kl. 21:00 – 6 jan. kl. 04:00. Spáð er suðaustan 20-28 m/s, hvassast með suðurströndinni. Búast má við mjög snörpum vindhviðum við fjöll. Varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Afmarkaðar samgöngutruflanir líklegar. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón.

Á vefnum bliki.is er fjallað um lægðina sem framundan er og tekið fram að um sögulega djúpa lægð sé að ræða. Standist spárnar þá verður þrýstingur í lægðarmiðju í kringum 925 hPa. Svo djúpar lægðir eru afar fátíðar. Ef frá eru taldir fellibyljir, þar sem þrýstingur getur farið niður fyrir 900 hPa þá er ekki vitað um margar lægðir dýpri.