Breyttar reglur um sóttkví

Heilbrigðisráðherra hefur breytt reglum um sóttkví í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Breytingarnar byggja á faglegu mati og góðri bólusetningarstöðu þjóðarinnar. „Við þurfum að halda samfélaginu gangandi eins og framast er kostur, hvort sem við horfum til skólanna, velferðarþjónustu eða margvíslegrar atvinnustarfsemi og eins og staðan er núna eru þetta bráðnauðsynleg viðbrögð.“ segir Willum Þór Þórsson, […]
Hlaðvarpið – Albert Snær Tórshamar

Í fertugasta og fjórða þætti er rætt við Albert Snæ Tórshamar um líf hans og störf. Albert Snær ræðir við okkur um fjölskylduna, æskuna, vinnuna, tónlistina, leiklistina og margt fleira. Í seinni hluta þáttarins fáum við að heyra Albert Snæ syngja lagið Veröldin og ég, textinn er eftir Jórunni Emilsdóttur Tórshamar og lagið er eftir Helga […]
Vestmannaeyjabær á sumardegi 1954 (myndband)

Ljósmyndasafn Vestmannaeyja ætlar í ár að birta bæði myndbúta og ljósmyndir á föstudögum. Þessi myndbútur er frá félaginu Heimakletti af Vestmannaeyjabæ á góðum sumardegi 1954. Vikumyndin er samstarfsverkefni ljósmyndasafnsins og Vestmannaeyjabæjar (meira…)
Dregið um lóðir á nýju athafnasvæði

Dregið var um lóðir á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í fyrstu úthutun athafnasvæðis við flugvöll (AT-3). Allst bárust 8 umsóknir, flestir sóttu um fleiri en eina lóð. Tvær lóðir þurfti að draga um, lóðir nr. 9 og 10. Umsækjendur voru: Lóð 9: Steini og Olli Gröfuþjónustan Brinks ehf. Svanur Örn Tómasson Lóð 10: Steini og […]
Tveir Evrópuleikir í Eyjum um helgina

Liðið Sokol Pisek, frá Tékklandi, kemur til Eyja um helgina og spila tvo leiki gegn ÍBV stelpunum í 16 liða úrslitum EHF European Cup. ÍBV hefur til þessa unnið tvö grísk félagslið á leið sinni í keppninni. Fyrst lágu leikmenn PAOK í valnum eftir tvo leiki sem báðir fór fram í Þessalóníku. Í nóvember sló […]