Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti 2. desember 2021 að auglýsa deiliskipulagstillögu fyrir breytingu á Deiliskipulagi miðbæjarsvæðis við Hvítingaveg, auglýst skv. 1. Mgr. 43. Gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Helstu breytingar á svæðinu eru að bætt er við fjórum byggingarreitum við Hvítingaveg og einum byggingareit sunnan við Alþýðuhús. Einnig er gert ráð fyrir aðkomuslóða að bakhlið húsanna við Hvítingaveg, eða bakvið Bókasafn Vestmannaeyja. Skipulagsbreytingarnar eru í samræmi við markmið Aðalskipulags Vestmannaeyja um að þétta byggð.

Greinagerð og uppdráttur

Skipulagsgögn verða til sýnis hjá Umhverfis- og framkvæmdasviði Skildingavegi 5 til og með 31. janúar 2022 og má einnig finna í skipulagsgátt á vefsíðu sveitafélagsins.

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér gögnin. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna þarf að skila skriflega eigi síðar en 31. janúar 2022 í afgreiðslu Umhverfis- og framkvæmdasviðs Skildingavegi 5, eða á netfangið [email protected]