Leo Seafood sendi nýlega greinargerð inn til framkvæmda og hafnarráðs þar sem óskað er eftir samtali um stækkun lóðar og byggingarreits við Strandveg 104. Forsaga málsin er sú að frá árinu 2018 hefur verið í undirbúningi að koma á fót starfsemi á 10 þús. tonna fiskeldi á laxi á landi í Vestmannaeyjum. Félagið Sjálfbært fiskeldi í Eyjum ehf. (SFE) hefur staðið fyrir verkefninu. Nýlega kom upp sú hugmynd að koma einnig á stofn seiðaeldi í Vestmannaeyjum í stað þess að kaupa seiði af fastalandinu. Markmiðið er að minnka áhættu við seiðaflutning.

Leo Seafood hefur nú þegar hafið framkvæmdir á lóðinni að Strandvegi 104. Hugmyndin hingað til hefur verið að byggja þar frystihús og frystigeymslu. Sunnan við lóðina hefur verið gert ráð fyrir bílastæðum fyrir starfsmenn Leo Seafood auk bílastæðis fyrir sjómenn. Minnisvarði sá er staðsettur var fyrir miðjum botni Friðarhafnar hefur nú þegar verið færður sunnan við hina fyrirhuguðu byggingu, þar er huguð framtíðarstaðsetning hans. Ekki er gert ráð fyrir að við honum verði hreyft frá núverandi staðsetningu og sómir hann sér vel á þeirri tillögu, teikningu sem er meðfylgjandi greinargerðinni. Þegar hugmyndin um seiðastöðina komu upp voru framkvæmdir við fiskvinnslu- og frystigeymslu stöðvaðar.

Leo Seafood hefur hug á að kanna möguleika þess að stækka núverandi lóð bæði til norðurs og suðurs svo það sé hægt að koma starfsemi seiðastöðvarinnar fyrir í stað fiskvinnslunnar og byggja jafnframt frystigeymslu við húsnæðið eins og fyrri áform gengu út á.

Vestmannaeyjabær – framkvstjóri umhv.-og frkv.sviðs

Ráðið samþykkti að halda fund með forsvarsmönnum verkefnisins.

211220. Greinargerð. Strandvegur 104. Með teikningu. Skil. Innsent[1].pdf