Elísabet Arnoddsdóttir hlýtur Fréttapíramídann fyrir árið 2021 og er að mati Eyjafrétta Eyjamaður ársins fyrir störf sín fyrir samfélagið í Vestmannaeyjum í gegnum tíðina. Elísabet hefur starfað sem sjálfboðaliði nær alla sína tíð fyrir hin ýmsu félagasamtök og lagt sig fram um að aðstoða hvern þann sem til hennar hefur leitað. Hún starfaði sem hjúkrunarfræðingur í fjóra áratugi og sinnti þar starfi sínu af natni og alúð. Nánar er rætt við Elísabetu í nýjasta tölublaði Eyjafrétta.

Ritstj