Viðbrögð vegna veiruógnunar voru til umræðu á fundi fræðsluráðs í gær. Skólastjórnendur fóru yfir stöðuna í leikskólum og grunnskóla. Smit dreifast hratt í samfélaginu þessa dagana og það hefur haft nokkur áhrif á skólastarfið. Ekki hefur þurft að loka skólum en einstaka bekkir í GRV, kjarnar og deildir leikskóla og starfsfólk hafa þurft að sæta sóttkví og úrvinnslusóttkví á meðan smitrakning hefur farið fram.

Ráðið þakkaði skólastjórnendum, kennurum og öðru starfsfólki leik- og grunnskóla sveitarfélagsins fyrir mikið og óeigingjarnt starf í þeim aðstæðum sem uppi hafa verið.
Jafnframt þakkar ráðið foreldrum/forráðamönnum og nemendum fyrir þolinmæði og skilning á þeirri röskun sem orðið hefur á skólastarfi undanfarið og mun að öllum líkindum verða eitthvað áfram.