Fimm fulltrúar ÍBV í janúarverkefnum KSÍ

ÍBV á fimm fulltrúa í landsliðshópum sem æfa í janúar hjá KSÍ. Íva Brá Guðmundsdóttir var valin í hóp til æfinga hjá U16, en æfingarnar fóru fram 12.-14. janúar sl. í Skessunni í Hafnarfirði. Magnús Örn Helgason er þjálfari liðsins. Kristján Logi Jónsson var valinn í æfingahóp hjá U15, æfingarnar fara fram 24.-26. janúar nk. […]

105 í einangrun í Vestmannaeyjum

Töluvert hefur fjölgað í hópi þeirra sem eru í einangrun í Vestmannaeyjum þeir eru í dag 105 og alls eru 85 í sóttkví. Faraldurinn hefur haft talsverð áhrif á straf leik og grunnskóla síðustu vikurnar. Alls eru 750 einstaklingar í einangrun vegna COVID-19 í umdæmi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. (meira…)

Hlaðvarpið – Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir

Í fertugasta og sjötta þætti er rætt við Þóru Hrönn Sigurjónsdóttur um líf hennar og störf. Þóra Hrönn, ræðir við okkur um fjölskylduna, æskuna, vinnuna, góðgerðarverkefnið sitt, Kubuneh og margt fleira. Í seinni hluta þáttarins fáum við að heyra stutt ágrip um sögu rafmagnsins í Vestmannaeyjum heimildir eru fengnar af Heimaslóð.is. Þetta sögubrot er unnið í […]

Fyrir Heimaey boðar prófkjör fyrir kosningar

Bæjarmálafélagið Fyrir Heimaey hélt félagsfund í gær 19 janúar. Samþykkti fundurinn tillögu stjórnar um að bjóða fram lista í sveitarstjórnarkosningum í vor. Fundurinn samþykkti einnig að við val á frambjóðendum á listann yrði farið í prófkjör sem haldið verður 5 mars nk.   (meira…)

Þorlákshöfn þar til búið er að dýpka

Herjólfur sigldi til Landeyjahafnar í gærkvöldi eftir þá ferð er ljóst að ekki er hægt að halda áfram siglingum þangað nema dýpkun hafi farið fram. Frá því mæling á dýpinu var gerð sl. laugardag hefur sandburður aukist verulega. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi. Dýpkunarskipið Dísa er að störfum uppi Landeyjahöfn þegar þetta er […]

Styrkleikarnir eru margir en tækifæri til umbóta

Anna Rós Hallgrímsdóttir, skólastjóri, kynnti helstu á fundi fræðsluráðs í vikunni niðurstöður úr ytra mati Menntamálastofnunar á Grunnskóla Vestmannaeyja. Matið kom heilt yfir ágætlega út, styrkleikarnir eru margir en tækifæri til umbóta einnig nokkur. Skólinn vinnur að umbótaáætlun út frá niðurstöðum matsins sem skilað verður til Menntamálastofnunar. Ráðið þakkaði kynninguna. “Þessi úttekt styrkir skólann í […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.