Fulltrúar sjálfstæðisflokksins í Fjölskyldu- og tómstundaráð lögðu fram tillögu á fundi ráðsins um breytingu á dagskrá fundarins. Óskuðu þau eftir að umræða um stöðu gamla sambýlisins að Vestmannabraut 58b og félagslega íbúðakerfisins yrði tekið á dagskrá fundarins. Formaður bar óskina upp við fundarmenn og var tillögunni hafnað með þremur atkvæðum gegn tveimur.

Meirhlutinn lagði fram eftirfarandi bókun: “Meirihluti Fjölskyldu og tómstundaráðs getur ekki orðið að ósk minnihlutans að taka umræðu um stöðuna á gamla sambýlinu að Vestmannabraut 58 og stöðuna í tengslum við félaglega leiguíbúðakerfið með afbrigðum á 273. fundi Fjölskyldu og tómstundaráðs vegna þess að málið þarfnast ekki afgreiðslu strax. Það var fyrirhugað að hafa málið á dagskrá á næsta fundi ráðsins og því sjálfsagt mál að verða við ósk minnihlutans á þeim fundi. Málið er þess eðlis að gæta þarf jafnræðis í að starfsmenn sem og ráðsmenn fái nægan tíma til að safna upplýsingum og koma sér inn í málið.”