Málefni Hraunbúða voru til umræðu á fundi bæjarráðs í síðustu viku. Lögð voru fram drög að leigusamningi milli Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og Vestmannaeyjabæjar um leiguskilmála og leiguverð á Hraunbúðum. Stir hefur staðið um þessi mál eins og sjá má í meðfylgjandi fréttum hér að neðan. Gert er ráð fyrir að Vestmannaeyjabær nýti hluta aðstöðunnar undir dagdvöl og sértæk dagdvalarrými, en Heilbrigðisstofnunin stærsta hluta hússins undir hjúkrunarheimili. Framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs og fjármálastjóri HSU hafa verið að ræða saman um leiguverð, nýtingu húsnæðisins, afhendingartíma o.fl. undanfarin misseri. Nú liggur fyrir afrakstur þeirrar vinnu.

Í niðurstöðu um málið kemur fram að bæjarráð samþykkir leigusamninginn fyrir sitt leyti, að teknu tilliti til athugasemda á fundinum og felur framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs framgang málsins.

 

Ríkið neitar að greiða leigu

Vestmannaeyjabær fer fram á að ríkið greiði leigu