Bólusetning gegn Covid-19 fyrir 5-11 ára börn fer fram í dag fimmtudaginn 3. febrúar í Hamarsskóla sem hér segir.
2. bekkur kl 13.30
1. bekkur kl. 13.50
3. bekkur kl. 14.10
4. bekkur kl. 14.30
5. bekkur kl. 14.50
6. bekkur kl. 15.10
Víkin kl. 15.30
Þau börn sem eru að koma í seinni sprautuna sína þarf ekki að skrá aftur.
Ef barnið er að koma í fyrstu sprautu þarf að skrá fyrirfram á www.skraning.covid.is en ekki í gegnum Heilsuveru. Það þurfa að líða þrjár vikur á milli 1. og 2. sprautu.
Þau börn sem fengið hafa Covid mega ekki fá bólusetningu fyrr en eftir 3 mánuði.

Foreldrar mæta með börnunum gengið inn norðan megin (kennara inngangur). Bólusett verður í salnum. Ef einhver vill vera í einrúmi er það í boði í hjúkkustofunni.
Eftir bólusetningu fara börnin með foreldrum sínum í stofu,1,2,3 eða 4 og bíða þar í 15 mínútur. Mega þá fara heim, gengið út vestan megin. Vinsamlegast verið með grímu.