Tekin hefur verið sú ákvörðun að Herjólfur sigli ekki á mánudag né þriðjudag vegna yfirvofandi ofsaveðurs. Spáð er rauðri viðvörun á Suðurlandi, suðaustan 23-30 m/s með snjókomu og skafrenningi. Gera má ráð fyrir að vegir verði lokaðir til og frá Þorlákshöfnn. Einnig spáir yfir 10 metra ölduhæð á siglingaleið.
“Ákvörðun sem þessi er alltaf tekin með hagsmuni bæði farþega og áhafnar í huga, vonum við að farþegar okkar sýni því skilning. Samkvæmt spá er mjög líklegt að ekki verður heldur siglt á miðvikudagsmorgun, en við metum stöðuna þegar nær dregur,” segir í tilkynningu frá Herjólfi.