Frá og með 1.mars næstkomandi verða sigldar 7 ferðir daglega til Landeyjahafnar. þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi:

“Fyrirséð endalok heimsfaraldurs sem fylgt hefur rekstri Herjólfs ohf. í í 23 mánuði af þeim 34 sem félagið hefur verið í rekstri ásamt góðri rekstrarniðurstöðu síðasta árs eftir fjárhagslega endurskipulagningu í kjölfarið á nýjum þjónustusamningi við Vegagerðina, gera það að verkum að nú er hægt að auka að nýju við þjónustuna og bæta við ferðum. Frá og með 1.mars næstkomandi verða sigldar 7 ferðir daglega til Landeyjahafnar, allt árið um kring.”

Safnahús KRÓ