Félagslegar leiguíbúðir Vestmannaeyjabæjar voru til umræðu á fundi Fjölskyldu- og tómstundaráðs en ráðið fjallaði síðast um félagslegar leiguíbúðir Vestmannaeyjabæjar á 267. fundi sínum þann 09.09.2021. Fór þá framkvæmdastjóri og yfirfélagsráðgjafi yfir stöðu biðlista og mikilvægi þess að tryggja að húsnæði sé til taks fyrir einstaklinga sem þess nauðsynlega þurfa. Ráðið samþykkti fyrir sitt leiti að Vestmannaeyjabær leigi og framleigi húsnæðið að Vestmannabrauta 58b til fjögurra ára. Búið er að framkvæma þessa ákvörðun ráðsins. Brynja leigufélag var eigandi húsnæðisins og var það ákvörðun þess að auglýsa það til sölu. Málefni Vestmannabrautar hafði áður verið til umræðu ráðsins (263. og 265. fundir fjölskyldu- og tómstundaráðs) sem og bæjarstjórnar (1572. fundur) þar sem deilt var um flutning á dagdvölinni. Í umfjöllun um flutning á dagdvölinni koma skýrt fram í umræðunni að ekki væri vilji sveitarfélagsins til að kaupa umrætt húsnæði. Ráðið þakkaði kynninguna. “Ráðið fagnar því að nú sé verið að koma til móts við þörf á fleiri félagslegum leiguíbúðum fyrir einstaklinga,” segir í niðurstöðu ráðsins

Fulltrúar D-listans sendu frá sér eftir farandi bókun.”Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í fjölskyldu- og tómstundaráði harma að Vestmannaeyjabær hafi ekki fest kaup á Vestmannabraut 58B (gamla sambýlið) þegar á því var kostur. Við ákvörðun um fjögurra ára leigusamning húsnæðisins fyrir 9 milljónir á ári töldu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins það mun hagkvæmara til lengri tíma að Vestmannaeyjabær keypti húsnæðið. Betra væri að sú leiga sem kemur á móti frá leigutökum upp á u.þ.b. kr. 500.000,- á mánuði færi beint ínn á sameiginlega sjóðinn en ekki upp í frekari leigu.”