Truflanir á raforkuafhendingu voru til umræðu á fundi almannavarnanefndar sem fram fór í vikunni. Rætt um truflanir á raforkuafhendingu en upp er komin sú staða einungis er notast er við VM1 sem getur flutt 7Mw af orku til Vestmannaeyja og með því eru keyrðar ljósavélar. Búið er að skerða hitaveitu og varmadælustöð og fiskvinnslustövarnar eru keyrðar á lágmarks afli.

Fram kom að Landsnet hafði áður greint frá því að færanlegar varaaflsstöðvar yrðu staðsettar þar sem þeirra er þörf á hverjum tíma, þ.á.m. í Vestmannaeyjum. Einnig koma fram að í fyrri viðræðum við Landsnet hafði verið rætt um að staðsetja varaaflsstöðvar í Vestmannaeyjum yfir vertíðartímann. Engar efndir hafa orðið á því en nefndin samþykkir að óska tafarlaust eftir fundi með Landsnet vegna stöðunnar og pressa á að færanlega varaaflsstöðvar verði fluttar til Vestmannaeyja sem fyrst. Rætt um möguleikann á því að fá varðskip til flutninganna. Formaður og varaformaður munu hafa samband við Landsnet og óska tafalaust eftir fundi vegna stöðunnar og eftir atvikum uppfræða almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og landhelgisgæsluna vegna málsins.