Brottför Herjólfs kl. 10:45 frá Þorlákshöfn hefur verið frestað til kl. 11:30 í ljósi þess að bæði þrengslin og heiðin eru lokuð. Bent er á í tilkynningu frá Herjólfi að Suðurstrandarvegurinn er opinn sem stendur. Þeir farþegar sem ætla sér að nýta sér ferðina kl. 11:30 eru beðnir um að leggja tímalega af stað og fara varlega.
“Tilkynning hvað varðar siglingar seinnipartinn verður gefin út fyrir kl. 15:00 í dag. Búast má við að vegir haldist áfram lokaðir og einnig á að bæta í vind, biðjum við því farþega um að fylgjast vel með miðlum okkar,” segir í tilkynningu frá Herjólfi.