Eyjapeyi í sendiherrastóli kynnir VSV-loðnu í Tókýó

Stefán Haukur Jóhannesson stóð á hafnarbakkanum í Vestmannaeyjum fyrir áratugum, fylgdist með drekkhlöðnum bátum koma til hafnar til að landa fiski sem varla nokkrum Íslendingi dettur í hug að leggja sér til munns en margmilljónaþjóð langt í austri bíður yfirspennt eftir að fá á disk. Um miðjan febrúar 2022 stóð fyrrverandi strákpjakkur í Eyjum, nú […]
Aflétting allra takmarkana innanlands og á landamærum

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að frá og með föstudeginum 25. febrúar verði öllum opinberum sóttvarnaaðgerðum vegna heimsfaraldurs COVID-19 aflétt, jafnt innanlands og á landamærunum. Þar með falla brott allar reglur um takmarkanir á samkomum og skólahaldi og einnig krafa um einangrun þeirra sem sýkjast af COVID-19. Heilbrigðisráðherra kynnti ákvörðun sína á fundi ríkisstjórnar […]
Breytingar á rannsóknum til greiningar á COVID-19

Eins og áður hefur komið fram í fréttum, þá var hámarki PCR-greiningargetu vegna COVID-19 náð fyrir nokkru síðan. Þetta hefur leitt til þess að bið eftir niðurstöðu úr PCR-greiningum er orðin allt að 2-3 sólarhringar sem er óásættanlegt. Til að bregðast við þessu þá hefur verið ákveðið að nú verður ekki lengur í boði fyrir […]
Ólafur Elíasson vinnur hugmyndavinnu fyrir minnisvarða um eldgosið í Heimaey

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að veita 2 milljónir króna af ráðstöfunarfé sínu til Vestmannaeyjabæjar vegna hugmyndavinnu fyrir minnisvarða um eldgosið í Heimaey. Gerður hefur verið samningur við Stúdíó Ólafs Elíassonar um hugmyndavinnuna. Á næsta ári verða liðin 50 ár frá eldgosinu í Heimaey en gosið stóð frá 23. janúar til 3. júlí 1973. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra […]
Næstu skref

Síðustu 12 ár hef ég setið í ráðum og nefndum á vegum Vestmannaeyjabæjar, þar af 8 ár sem bæjarfulltrúi. Það eru forréttindi að fá tækifæri til að vinna að málefnum samfélagsins, kynnast fólki og eignast vini fyrir lífstíð, fyrir það verð ég ávallt þakklátur. Nú tel ég tímabært að breyta til og takast á við […]
„Vinir Verndarsvæðisins“

SEA LIFE Trust Beluga Whale Sanctuary vill bjóða Eyjamönnum upp á einstakt tilboð sem hluti af „Vinir Verndarsvæðisins“ árskortinu. Í takmarkaðan tíma, frá 18. febrúar til 6. mars, munu íbúar Vestmannaeyja fá lægsta verðið á árskortum fyrir þetta árið og þar með spara sér 20% af venjulegu miðaverði með kóðanum VEYPASS22 við kaup á miðanum. […]