Síðustu 12 ár hef ég setið í ráðum og nefndum á vegum Vestmannaeyjabæjar, þar af 8 ár sem bæjarfulltrúi. Það eru forréttindi að fá tækifæri til að vinna að málefnum samfélagsins, kynnast fólki og eignast vini fyrir lífstíð, fyrir það verð ég ávallt þakklátur. Nú tel ég tímabært að breyta til og takast á við nýjar áskoranir. Ég mun því ekki gefa kost á mér sem bæjarfulltrúi í komandi sveitarstjórnarkosningum. Reynslunni ríkari horfi ég bjartur fram á veginn.

Trausti Hjaltason,
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.