SEA LIFE Trust Beluga Whale Sanctuary vill bjóða Eyjamönnum upp á einstakt tilboð sem hluti af „Vinir Verndarsvæðisins“ árskortinu. Í takmarkaðan tíma, frá 18. febrúar til 6. mars, munu íbúar Vestmannaeyja fá lægsta verðið á árskortum fyrir þetta árið og þar með spara sér 20% af venjulegu miðaverði með kóðanum VEYPASS22 við kaup á miðanum.

Íbúar Vestmannaeyja fá nú þegar besta verðið af ársmiðum hjá okkur þar sem þeir borga sama verð fyrir allt opnunartímabilið og aðrir borga fyrir einn aðgöngumiða, sem er 3.200 kr fyrir fullorðna og 2.200 kr fyrir börn, en með þessari útsölu gefst tækifæri á að spara enn meira á árskortinu.

Með þessu tilboði býðst ykkur að kaupa árskortið á 2.560kr fyrir fullorðna og 1.760kr fyrir börn. Innifalið í þessu verði er aðgangur að athvarfinu okkar fyrir árið 2022, eða frá 1. apríl til 2. október, auk allra auka opnanna sem kunna að verða yfir vetrar tímann. Einnig eru innifalin glæný fríðindi sem við viljum bjóða Eyjamönnum, þau eru: 10% afsláttur í gjafavöruversluninni okkar, 10% afsláttur á nýju bátsferð okkar um klettsvík og búsvæði lunda út í eyjum, og 10% afsláttur af inngöngumiða fyrir alla gesti sem koma með ykkur á safnið.

Þetta er okkar leið til að þakka Eyjamönnum stuðninginn.

„Við kunnum virkilega að meta hversu mikið fólkið í okkar samfélagi hefur lagt af mörkum og hjálpað okkur á þessum síðastliðnum 3 árum, allt frá aðstoðina sem við höfum fengið við að opna gestamiðstöðina okkar, yfir í að færa Mjaldrana og að hugsa um slasaðar og olíublautar lundapysjur. Án þeirra sem búa hérna væri okkur ekki fært um að halda starfseminni gangandi, og viljum við því að þetta sama fólk fái sem bestu kjör til þess að koma og sjá þau dýr sem þau eru að styðja.“ Audrey Padgett, Framkvæmdarstjóri.

SEA LIFE Tust Beluga Whale Sanctuary eru góðgerðarsamtök og öll innkoma fyrirtækisins fer beint í að hugsa um þau dýr sem búa í athvarfinu, og einnig þeim sem þurfa smá aðstoð til þess að síðan verða sleppt aftur í náttúruna. Í athvarfinu eru nú 9 lundar, tveir Mjaldrar og fiskarnir í fiskasafninu okkar. Lundarnir sem eru í athvarfinu okkar eru hjá okkur vegna þess að þeir, af ýmsum heilsufarsástæðum, eru ekki sjálfbjarga í náttúrunni. Með stuðning gesta athvarfsins er okkur kleift að veita þeim þá aðhlynningu og umhverfi sem þau þurfa til þess að eiga gott líf. Auk þess getum við komið mikilvægum skilaboðum til skila, þau eru; að heimamönnum er unnt um það náttúrulíf sem þrífst í kringum eyjarnar.

“Stuðningurinn frá bæjarbúum er okkur ótrúlega mikilvægur og án þeirra væri ekkert af því sem við gerum hér mögulegt. Undanfarin ár hafa farið í að koma okkur fyrir og læra hvernig á að hátta starfseminni en núna viljum við vinna í að byggja upp gott samband við heimamenn og tryggja að þau dýr sem þurfa á okkur að halda fái alla þá aðstoð sem við getum veitt þeim til þess að geta lifað af út í náttúrunni”  Lína Katrín Þórðardóttir, Gestaupplifun -og markaðstjóri

Innkoma frá gestum og sölum á árskortum munu hjálpa okkur við endurnýjingu á athvarfinu, eins og til dæmis uppsetningu á sýningu gamla Fiskasafnsins sem er í eigu Vestmannaeyjabæjar. Gert er ráð fyrir að sú sýning verði aðgengileg á síðari hluta þessa árs.

Eyjamenn geta keypt nýja árskortið í gegnum https://belugasanctuary.sealifetrust.org/en/annual-passes/  frá 18. febrúar til 6. mars eða komið til okkar í móttökuna helgina 25.-27. febrúar. Eins er hægt að kaupa árskort sem gjöf fyrir aðra búsetta í Vestmannaeyjum gegn sönnun á búsetu við afhendingu.