Eyverjar skora á ráðherra

Aðalfundur Eyverja var haldinn sunnudaginn 27. febrúar. Þar var kjörin ný stjórn og þar er Arnar Gauti Egilsson nýr formaður. Við horfum björtum augum á framtíð félagsins og til komandi sveitastjórnarkostninga. Á aðalfundinum var samþykkt stjórnmálaályktun sem er svo hljóðandi: „Eyverjar skora á ráðherra háskóla-, fjármála- og sveitastjórnarráðuneyta að jafna stöðu Íslendinga á stjórnarskrárvörðum réttindum […]

Andlát: Sæfinna Ásta Vídó Sigurgeirsdóttir

Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma Sæfinna Ásta Vídó Sigurgeirsdóttir ( Sæsa Vídó ) Hrauntúni 11, Vestmannaeyjum lést í faðmi fjölskyldunnar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum þann 25. febrúar síðastliðinn. Útför hennar verður gerð frá Landakirkju laugardaginn 5. mars n.k. kl. 13.00. Athöfninni verður einnig streymt á vef Landakirkju, landakirkja.is. Fjölskyldan þakkar starfsfólki […]

Veltu bíl úti á Nýja hrauni, grunur um vímuefna notkun

Lögreglunni í Vestmannaeyjum bárust upplýsingar um umferðaróhapp á Eldfellsvegi laust fyrir kl. 04:00 aðfaranótt 26. febrúar sl. en þarna hafði ökumaður bifreiðar, sem ekið var austur Eldfellsveg, misst stjórn á akstrinum með þeim afleiðingum að bifreiðin lenti utan vega og endaði á hvolfi.  Þrír voru í bifreiðinni og komust allir út úr henni af sjálfsdáðum. […]

Öskudegi flýtt vegna verðurs

Vegna mjög leiðinlegrar veðurspár á miðvikudag verður öskudagsskemmtun færð frá miðvikudegi yfir á þriðjudag. Dagskrá öskudags í skólanum færist og verslanir í bænum taka á móti nemendum á morgun þriðjudag í staðin. Frístundaverið verður þá lokað á morgun þriðjudag (vegna starfsdags) og opið á miðvikudaginn. —– Due to a very bad weather forecast on Wednesday, […]

Getur það virkilega verið satt?

Það er skrýtin tík þessi pólitík, sagði kerlingin forðum daga og það má alveg taka undir þau orð að ýmislegt getur verið undarlegt við þá tík ekki síður en tíkina sem elltist við skottið á sjálfri sér hring eftir hring og nær því aldrei, sama hve lengi er hlaupið. Ein birtingarmynd þess hve skrítin tíkin […]

Áhyggjur og óánægja meðal bæjarbúa

Bæjarstjórn ræddi stöðuna á Hraunbúðum og þá umræðu í samfélaginu sem verið hefur um heimilið á fundi sínum í síðustu viku. Þar sem fram hafa komið áhyggjur og óánægja meðal bæjarbúa, átti bæjarráð Vestmannaeyja fund með forstjóra og tveimur framkvæmdastjórum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU), sem rekur Hraunbúðir. Fundurinn var mjög gagnlegur. Rætt var um mikilvægi þess […]

Lítum fram á veginn

Það er mikil gæfa að alast upp og búa í Vestmannaeyjum. Hefur mér gefist það einstaka tækifæri að taka þátt í bæjarmálum Vestmannaeyjabæjar fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins og vera þannig virkur þátttakandi í samfélaginu, byggja það og bæta. Á þessum tíma hef séð bæinn okkar bæði vaxa og dafna, sem og takast á við ýmsar áskoranir […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.