Í kvöld fara fram tónleikar í Höllinni til styrktar Krabbavarnar í Vestmannaeyjum. Húsið opnar 19:30 en tónleikarnir hefjast klukkan 20:00. Meðal þeirra sem koma fram eru Foreign Monkeys, Júníus Meyvant, Helga, Arnór og hipparnir, Blítt og létt, Merkúr, Molda og Eyjabítlarnir. En Bjarni Ólafur er kynnir kvöldsins. Hægt verður að taka þátt í happadrætti en miðarnir verða seldir á staðnum og verða veglegir vinningar í boði.

Miðaverð er aðeins 3.900 kr.