Andlát: María Friðriksdóttir (Dúlla)

Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma María Friðriksdóttir (Dúlla), Frá Skálum Illugagötu 36 Lést á heimili sínu föstudaginn 18. febrúar. Útför hennar verður gerð frá Landakirkju laugardaginn 12. mars kl. 14:00. Athöfninni verður einnig streymt á vef Landakirkju, landakirkja.is. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á reikning Krabbavarnar í Vestmannaeyjum 0582-26-2000 kt. 651090-2029 Lúðvík Bergvinsson – Þóra Gunnarsdóttir […]
Engar vöflur á gestum í vöfflukaffi

Vöfflur, sulta og rjómi á borðum í kaffitíma starfsfólks í fiskvinnslunni fyrr í vikunni. Gangurinn í starfseminni kallaði á að gera sérdagamun og það mæltist afskaplega vel fyrir. Við vöfflujárnin stóðu þrjú af skrifstofunni: sjálfur Binni framkvæmdastjóri, Lilja Björg Arngrímsdóttir og Helena Björk Þorsteinsdóttir. Og eins og þar stendur: gleðibros, góður andi og ekki vöflur […]
Opnun sérhæfðra dagdvalarrýma fyrir einstaklinga með heilabilunarsjúkdóm og ráðning iðjuþjálfa

Fimm sérhæfð dagdvalarrými fyrir einstaklinga með heilabilunarsjúkdóm hafa verið opnuð í dagdvölinni og bætast við þau 10 almennu dagdvalarrými sem fyrir voru. Dagdvalarrými fyrir einstaklinga með heilabilunarsjúkdóm eru sérstök dagdvalarrými sem ætluð eru einstaklingum sem greinst hafa með heilabilunarsjúkdóm. Þjónustan miðar að því að rjúfa einangrun notenda, gefa þeim kost á að umgangast jafningja, taka […]
Komið og styðjið við bakið á stelpunum

Stelpurnar okkar spila gegn Val í undanúrslitum Coca-cola bikarsins í kvöld klukkan 20:15. Leikið verður á Ásvöllum í Hafnarfirði en miðasala fer fram í miðasöluappinu Stubbur. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast KA/Þór og Fram, úrslitaleikurinn fer svo fram á laugardag kl 13:30. Við hvetjum stuðningsmenn ÍBV til að fjölmenna á völlinn enda hefur það sannað sig […]
Spá fjölgun leikskólabarna

Leikskóla og daggæslumál voru til umræðu á fundi fræðsluráðs í vikunni en um var að ræða framhald af 2. máli 354. fundar fræðsluráðs. Skólaskrifstofan hefur farið yfir stöðu leikskólamála og metið áætlaða þörf á leikskólaplássum. Í gegnum árin hafa árgangar verið misstórir og því nokkrar sveiflur í þörf á leikskólaplássi. Einnig hefur þróun inntöku barna […]