Starfsmenn Umhverfis- og framkvæmdasviðs fóru á fundi Framkvæmda- og hafnarráðs yfir helstu atriði í lögum um hringrásarhagkerfi sem samþykkt voru á Alþingi í júní 2021, en meginmarkmið með þeim er að stuðla að aukinni flokkun og að sá borgar sem hendir.
Fram kemur í niðurstöðu ráðsins að ljóst sé að framkvæmd laganna sem taka munu gildi 1.janúar 2023 mun verða töluvert íþyngjandi fyrir íbúa og atvinnustarfsemi í Vestmannaeyjum. Ráðið felur starfsmönnum umhverfis- og framkvæmdasviðs að gera átak í fræðslu varðandi flokkun úrgangs og vinna tillögur til ráðsins varðandi framkvæmd laga um hringrásarhagkerfi.
Ráðið leggur áherslu á að vinnu við nýja aðstöðu við Eldfellsveg verði hraðað til að mæta nýjum kröfum.