Vegna veðurs og sjólags hefur verið ákveðið að fella niður seinni ferð Herjóflfs frá Vestmannaeyjum kl. 17:00 og frá Þorlákshöfn kl. 20:45 í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfir ne það sama á við um morgundaginn, 15.mars. Bæta á í veður og ölduhæð á að vera hátt í 11 metrar. Að því sögðu siglir Herjólfur hvorki fyrri ferð né seinni ferð þriðjudaginn 15.mars. Hvað varðar siglingar fyrir miðvikudaginn 16.mars, þá verður gefin út tilkynning annaðkvöld eða fyrir kl. 06:00 á miðvikudagsmorgun.