Leik ÍBV og KA/Þór frestað

Leik ÍBV og KA/Þór sem fram átti að fara í kvöld í Olísdeild kvenna hefur verið frestað til morguns vegna þess að ekki var fært með flugi frá Akureyri. KA/Þór eru lagðar í hann í rútu og koma til Eyja með Herjólfi í kvöld. Leikurinn fer því fram klukkan 18:00 annað kvöld. (meira…)
Íbúafundur um niðurstöður þjónustukönnunar Gallup

Íbúafundur um niðurstöður þjónustukönnunar Gallup verður haldinn í Eldheimum mánudaginn 21. mars á milli kl. 17:00 – 18:30. Á fundinum verða kynntar helstu niðurstöður viðhorfskönnunar um þjónustu sveitarfélagsins við íbúa Vestmannaeyjabæjar. Markmiðið er að upplýsa bæjarbúa um stöðu þjónustunnar í Vestmannaeyjum og leita eftir viðbrögðum um hvað megi betur fara og hvernig hægt er að […]
Berjast þarf enn á ný um stöðu sýslumanns í Vestmannaeyjum

Fregnir af fyrirhugaðri sameiningu sýslumannsembætta sem eru í burðarliðnum innan dómsmálaráðuneytis eru því miður ekki ný af nálinni heldur kunnuglegt stef í eyrum okkar Eyjamanna. Nú hefur eldri hugmyndum um sameiningu sýslumannsembætta verið skellt í nýjan glansbúning aukinnar stafrænnar þjónustu. Við sjáum það svart á hvítu að Sýslumannsembættið í Vestmannaeyjum hefur heldur betur eflst með […]
Einn sýslumaður yfir öllu landinu

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra leggur til að einn sýslumaður verði yfir öllu landinu í stað þeirra níu sem nú gegna sýslumannsembætti. Þetta má lesa úr frumvarpi sem Jón er sagður ætla að leggja fram á Alþingi innan skamms. Fréttablaðið greinir frá og hefur eftir formanni Félags sýslumanna að vafasamt sé að þetta sé til bóta og […]