Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra leggur til að einn sýslumaður verði yfir öllu landinu í stað þeirra níu sem nú gegna sýslumannsembætti. Þetta má lesa úr frumvarpi sem Jón er sagður ætla að leggja fram á Alþingi innan skamms. Fréttablaðið greinir frá og hefur eftir formanni Félags sýslumanna að vafasamt sé að þetta sé til bóta og varasamt að fara svo bratt í jafn stórfelldar breytingar og í frumvarpinu felast.

Í frétt blaðsins staðfestir Jónas B. Guðmundsson, formaður Félags sýslumanna, að fulltrúar dómsmálaráðuneytisins og sýslumannsembættanna hafi fundað um málið í síðustu viku.

Arndís Soffía Sigurðardóttir var skipuð í embætti sýslumanns í Vestmannaeyjum frá 1. apríl 2020. Á síðustu árum hefur verið unnið að því að flytja aukin verkefni til embættisins, með það að markmiði að efla embættið í Vestmannaeyjum.