Íbúafundur um niðurstöður þjónustukönnunar Gallup verður haldinn í Eldheimum mánudaginn 21. mars á milli kl. 17:00 – 18:30.

Á fundinum verða kynntar helstu niðurstöður viðhorfskönnunar um þjónustu sveitarfélagsins við íbúa Vestmannaeyjabæjar. Markmiðið er að upplýsa bæjarbúa um stöðu þjónustunnar í Vestmannaeyjum og leita eftir viðbrögðum um hvað megi betur fara og hvernig hægt er að bæta þjónustuna.

17:00 – 17:30 Kynning á þjónustukönnun Gallup – Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri
17:30 – 18:30 Umræður um niðurstöður könnunarinnar og stöðu sveitarfélagsins.

Þátttakendum verður skipt í nokkra hópa eftir fjölda og umræður um einstök málefni fara fram á nokkrum borðum. Meðal málefna verða sorpmál, skipulagsmál, skólamál, íþróttamál, umhverfismál, staða eldri borgara, barnafjölskyldna og fatlaðra, menningarmál og þjónusta starfsmanna sveitarfélagsins.

Kjörnir fulltrúar og nefndarfólk Vestmannaeyjabæjar munu dreifa sér á borðin og fylgja eftir málaflokkum sínum.