Spjaldtölvuinnleiðing GRV var til umræðu á fundi bæjarstórnar í vikunni sem leið en fram kom í sameiginlegri bókun bæjarstjórnar að bæjarstjórn fagnar þeim mikla áfanga að eitt tæki sé nú á hvern nemanda hjá GRV og þakkar þeim sem komið hafa að innleiðingastefnunni og innleiðingunni sjálfri. Tekin var ákvörðun um að tækjavæða grunnskólann í upphafi kjörtímabils og hefur það verkefni verið í gangi í tæp 3 ár og mun ljúka á næsta ári. Hefur rúmum 40 milljónum verið varið í þetta metnaðarfulla verkefni. Sérstakur verkefnastjóri er yfir spjaldtölvuinnleiðingu Grunnskóla Vestmannaeyja sem skiptir miklu máli því fylgja þarf eftir slíkri innleiðingu. Könnun meðal nemenda sýnir að þeim gengur vel að tileinka sér tæknina í námi og verkefnin eru fjölbreyttari. Á kjörtímabilinu hefur mikil áhersla verið lögð á öflugri þjónustu við nemendur sem og bætta stoðþjónustu á öllum skólastigum.