Móttaka flóttafólks var til umræðu á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs í gær. Framkvæmdastjóri sviðs upplýsir um stöðu verkefnisins. Búið er að virkja starfshóp á vegum Vestmannaeyjabæjar sem hefur það hlutverk að aðstoða flóttafólk við að komast inn í samfélagið í Vestmannaeyjum. Í umræddum starfshópi eru Anna Rós Hallgrímsdóttir, Drífa Gunnarsdóttir, Klaudia Beata Wanecka og Lára Konráðsdóttir sem jafnframt er tengiliður Vestmannaeyjabæjar við flóttamannateymi Fjölmenningasetursins. Verið er að afla upplýsinga og samræma verklag samhliða því sem verið er að aðstoða einstaklinga sem þegar eru komnir til Vestmannaeyja eða væntanlegir á næstunni.

Í niðurstöðu þakkar ráðið kynninguna og er ánægt með að Vestmannaeyjabær taki þátt í að aðstoða flóttafólk og leggi metnað í að gera það vel svo að fólkið finni fyrir að vel sé tekið á móti því.