Kjarninn, Strandvegi 26 var til umræðu á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs í vikunni. Framkvæmdastjóri kynnti stöðu mála í Kjarnanum Strandvegi 26. Nýjar aðstæður og fjölgun íbúa auk aukins álags vegna þyngri þjónustuþarfa, aukinnar skammtímavistunar og erfiðleika við að manna þjónustuna kallar á endurmat á starfseminni.

Í niðurstöðu þakkar ráðið kynninguna og felur framkvæmdastjóra að vinna áfram með forstöðumanni Kjarnans að því að finna leiðir til að mæta breyttri sviðsmynd og tryggja áframhaldandi góða og öfluga þjónustu íbúðakjarnans.