Minnihluti fræðsluráðs óskaði á fundi ráðsins í vikunni eftir að ummæli formanns bæjarráðs á 1581. fundi bæjarstjórnar, yrðu tekin á dagskrá, undir sérstökum dagskrárlið um starfshætti kjörinna fulltrúa. Þar sem leikskóla- og daggæslumál verða til efnislegrar umræðu undir 2. dagskrárlið þessa fundar, leggur formaður til að umræðan fari fram undir þeim dagskrárlið. Tillaga formanns var samþykkt með 3 atkvæðum fulltrúa E og H lista gegn 2 atkvæðum fulltrúa D lista.

Fulltrúar D lista bókuðu við þetta tilefni. “Fulltrúar minnihluta telja þetta mál ekki tengjast umræðu um leikskóla- og daggæslumál enda eru ummæli fulltrúans ekki hluti af umræðu daggæslumála heldur um fulltrúa minnihluta í færðslumálum. Undirrituð harma ummæli formanns bæjarráðs Náls Ragnarsson, oddvita E listans, á bæjarstjórnarfundi 1581, þar sem hann fullyrðir að ráðsmenn minnihluta í fræðsluráði hafi ítrekað logið um þeirra hlut í fræðsluráði án þess að veita því neinar sannanir sér til stuðnings. Fulltrúar minnihluta hafa áður þurft að verja sig fyrir dylgjum og lygum formanns bæjarráðs, þegar hann fullyrti að ráðsmenn væru að ljúga í grein sem hann skrifaði í upphafi kjörtímabilsins, en þeirri grein var svarað með réttum upplýsingum og sönnunum þess efnis að upplýsingar hefðu ekki legið fyrir, líkt og gerir í þessu máli. Það var ósk okkar að fræðsluráð myndi styðja okkar fullyrðingar að ráðið hafi ekki fengið þetta mál til efnislegrar umræðu og því fullyrðingar formanns bæjarráðs rangar. Við stöndum hins vegar við þær fullyrðingar að ákvörðunin hafi ekki fengið efnislega umræður og því ósátt að haldið sé öðru fram.”

Þá fylgdi bókun frá meirihluta E og H lista: “Formaður ráðsins bar upp ósk, eins og venja er þegar fram kemur ósk um að taka mál inn með afbrigðum. Ráðið felst ekki á að taka málið inn með afbrigðum enda rúmast efnisleg umræða og eftir atvikum bókanir undir liðnum Leikskóla- og daggæslumál, enda er um sama mál að ræða og var til umræðu í bæjarstjórn og vísað er til í óska fulltrúa d-lista.”