Félagsfundur hjá Eyjalistanum

Næstkomandi miðvikudag kl. 17 verður haldinn félagsfundur hjá Eyjalistanum. Á dagskrá fundarins verður m.a. tekin fyrir tillaga uppstillingarnefndar um framboðslista í komandi bæjarstjórnarkosningum. Fundurinn verður haldinn í Þinghól að Kirkjuvegi 19. Við bjóðum allt félagsfólk velkomið! (meira…)
Verulegar framfarir í lestri

Helga Sigrún Þórsdóttir kennsluráðgjafi, læsisfræðingur og aðstoðarkona hjá Rannsóknarsetri um menntun og hugarfar kynnti fyrstu niðurstöður úr mælingum í tengslum við Kveikjum neistann á fundi fræðsluráðs í vikunni sem leið. Stöðumatspróf sem metur þekkingu nemenda í 1. bekk á bókstöfum/hljóðum, lestur orða og setninga var lagt fyrir í september og janúar. Verulegar framfarir eru á […]
Stefna um tómstunda- og félagsstarf barna og ungmenna

Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur gefið út sína fyrstu stefnu um tómstunda- og félagsstarf barna og ungmenna. Ásmundur Einar Daðason kynnti stefnuna við setningu á ráðstefnunni Íslenskar æskulýðsrannsóknir 2022 – Tækifæri og áskoranir í nýju landslagi. Hér er um að ræða ákveðin tímamót í sögu málaflokksins og vegvísir til framtíðar um það sem mennta- og barnamálaráðuneytið hyggst leggja […]