Bæjarstjórn Vestmannaeyjabæjar samþykkti þann 24. mars 2022 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Hafnasvæðis við Eiði, vesturhluti, auglýst skv. 1 mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

Helstu breytingar á svæðinu eru að lóða- og byggingarreitur við Strandveg 104 eru stækkuð en fyrirhugað er að byggja seiðaeldisstöð í húsinu. Lóð við Strandveg 104 er stækkuð til suðurs úr 5.666 m2 í 6.407 m2. Hámarkshæð hússins er lækkuð úr 18 m niður í 10-15 m mænishæð. Gert er ráð fyrir að húsnæðið verði að miklum hluta á tveimur hæðum og getur nýtingarhlutfall lóðarinnar því orðið allt að 2.0.

Breytt-deiliskipulag-hafnarsvaedis-H-2-vid-Strandveg-104-i-botni-Fridarhafnar1Breytt-deiliskipulag-hafnarsvaedis-H-2-vid-Strandveg-104-i-botni-Fridarhafnar2

Bílastæði við suðurenda lóðar við Standveg 104 minnkar í samræmi við stækkun á lóð, úr 43 stæðum í 15 stæði. Einnig er bætt við aðstöðu fyrir þrjá 40 feta gáma við hlið Strandvegs 111. Þessir gámar munu hýsa ljósavélar sem sjá um varaafl fyrir Vestmannaeyjar.

Skipulagsgögn verða til sýnis hjá Umhverfis- og framkvæmdasviði Skildingavegi 5, frá og með 31. mars til 12. maí 2022 og má einnig finna í skipulagsgátt á vefsíðu sveitafélagsins.

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér gögnin. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna þarf að skila skriflega eigi síðar en 12. maí 2022 í afgreiðslu Umhverfis- og framkvæmdasviðs Skildingavegi 5, eða á netfangið [email protected]